
SECOND-HAND LIVES - HELGAR
Söngur, gítar, hljóðgervlar og rafpíano: Helgar
Bassi, gítar: Barði Jóhannsson
Trommur: Kristinn Snær Agnarsson
Pródúsering: Barði Jóhannsson & Helgar
Hljóðblöndun: Barði Jóhannsson
Mastering: Frank Arkwright (Abbey Road Studios)
Second-Hand Lives, fyrsta lagið frá Helgar kemur út þann 15. maí nk. Lagið er pródúserað og hljóðblandað af hinum mikla meistara Barða Jóhannssyni (Bang Gang, Lady & Bird, Starwalker) sem jafnframt leikur á bassa og hluta af gíturum.
Lagið kynnir hljóðheim Helgar til leiks: áhrifamikið indie-rokk með hlýjum analóghljómi, tilfinningalegum þunga og samfélagslegri ádeilu. Allt fléttað saman í drungalegum synthum, reverbuðum rafmagnsgíturum og mjúkum, þéttum trommum frá Kristni Snæ Agnarssyni (John Grant, Ásgeir, Hjálmar ofl).
“
We like being controlled / by familiarity
Ruled by the bricks in our hearts, are you scared?
UM HELGAR
Helgar er listamannsverkefni Helga Pjeturs tæknifrumkvöðuls, fyrrum knattspyrnumanns og stofnanda útgáfufyrirtækisins Cod Music.
Uppúr aldamótum tók Helgi þátt í stofnun Tonlist.is, sem varð þriðja streymisveitan sem stofnuð var í Evrópu. Síðar stofnaði hann síðan indie-útgáfufyrirtækið Cod Music sem gaf ungum íslenskum listamönnum byr undir báða vængi, þar á meðal Lay Low, sem sló í gegn með sinni fyrstu plötu Please Don’t Hate Me árið 2006 og varð söluhæsta plata ársins það ár.
Þótt hann hafi beint sjónum sínum að tæknigeiranum árið 2008 ( stofnaði Aur, Alfreð, Púls, Leggja ofl.), þá hélt tónlistin áfram að krauma í bakgrunni sem skapandi undiralda. Á haustmánuðum 2024 reis þessi undiralda upp á yfirborðið með krafti. Það sem hófst sem leikur að hugmyndum og hljóðfærum varð fljótt að einhverju persónulegra: hljóði, sögu og rödd.
Sú rödd er Helgar, verkefni sem byggir á tilfinningalegri hreinskilni, stemningu og textalegri dýpt. Indie-rokk, art-rokk, indie popp, post-rock, dream pop, einhverskonar mix af Pink Floyd, Radiohead, National og Cigarettes After Sex.
SECOND HAND LIVES - PRESS QUOTES

